Björg Reehaug Jensdóttir

Ég er 39 ára, hálfur vestfirðingur og hálfur Dani, Reehaug nafnið er frá móður minni Laila Reehaug sem var dönsk., hún dó af slysförum árið 2000, faðir minn er Jens H. Valdimarsson. Ég er fædd í Kaupmannahöfn, en flutti með foreldrum mínum ársgömul til Bíldudals, þaðan fór ég  til Ísafjarðar og svo til Patreksfjarðar. Ástæðan fyrir þessum flutningum var vinna föður míns. Fjölskyldan flutti svo til Chile, þar sem við dvöldum í ca. tvö ár.  Eftir dvölina í Chile hef ég búið á höfuðborgarsvæðinu fyrir utan tvö ár sem ég var á Ísafirði.

Ég varð ung móðir, þess vegna kláraði ég menntaskólann samhliða fullri vinnu og móðurhlutverkinu. Ég byrjaði í viðskiptafræði við HÍ en skipti síðan yfir í uppeldis- og menntunarfræði. Ég kláraði  BA nám í Uppeldis- og menntunarfræði með viðskiptafræði sem auka frein  frá Háskóla Íslands og er þessa stundina í meistara námi í opinberi stjórnsýslu frá sama skóla.

Mestan Starfsferill minn hef ég unnið við endurskoðun, bókhald og fjármál .  Ráðgjöf og aðstoð við stofnun og rekstur fyrirtækja.  Þar hef ég fengið góða innsýn í atvinnurekstur á Íslandi. Ég hef einlægan áhuga á uppeldis og menntamálum og hefur sinnt þeim áhuga í starfi og leik, nú síðast með námi í uppeldis og menntunarmálum.  

Ég er gift Arnari Þór Erlingsyni og búum við ásamt börnum okkar að Lindási í Hvalfjarðarsveit.

Ég er mikil útivistar og hundakona.  Við fjölskyldan eigum hund,  cavalier rakka sem heitir Óliver.

 

 

Ábyrgðarmaður skv. Þjóðskrá: Björg Reehaug Jensdóttir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband