27.4.2010 | 11:56
Það er komin tími til að forgangsraða
Nýleg fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar er áhugaverð lesning, en því miður verð ég vör við mikla tregðu við að horfast í auga við þann vanda sem Íslenskt þjóðfélag stendur frami fyrir og ekki síst Mosfellsbær. Samkvæmt nýrri greiningu Seðlabanka Íslands sem var kynt 12. apríl síðastliðin á stöðu íslenskara heimila kemur fram að 24 þúsund heimili glími enn við greiðsluerfiðleika þrátt fyrir áhrif þeirra aðgerða sem ríkistjórn VG og Samfylkingar hefur gripið til. Í skýrslunni kemur fram að vísbendingar eru um að um þriðjungur einstæðra foreldra og 27% hjóna með börn eigi í greiðsluvanda. Einnig var aldurssamsetningu skuldugustu fjölskyldnanna skoðuð, niðurstaðan var að tæplega 40% ungs barnafólks séu enn á mörkum þess að ná endum saman. Hlutfall heimila í vanda virðist einnig vera hæst þar sem ný hverfi litu dagsins ljós í uppsveiflu síðustu ára, þar sem líklegt er að ungar barnafjölskyldur hafa búið um sig. Þetta er raunin í Mosfellsbæ, hér hefur íbúafjöldin aukist hratt og hlutfall ungra barnafjölskyldna hátt.
Úr þessum tölum má lesa að börn og unglingar eru sá hópur sem bankahrunið bitnar eina verst á. Það kemur líka meðal annars fram í verulegum fjölgunum á barnaverndartilkynninga, ástæður tilkynninga hafa breyst og málin virðast vera alvarlegri samkvæmt nýlegri skýrslu Barnaverndarstofu. Skortur á fjármagni og starfsfólki leiðir óhjákvæmilega til þess að forgangsraða þurfi tilfellum og meta hvaða aðgerða skal gripið til út frá alvarleika þeirra. Þetta setur barnaverndar starfsmenn í erfiða stöðu, hver er mælikvarðinn, hvenær líður barni nógu illa og hvenær eru aðstæður nógu slæmar?
Það er óraunhæft að gera ekki ráð fyrir því að það ástand sem skapast hefur í þjófélaginu hafi ekki áhrif inn í skólakerfið með auknu álagi og meiri þörf á sérfræðiþjónustu. Mikilvægt er að skólarnir fái aðstoð við að bregðast við þeim vanda sem blasir við þeim, því þetta er vandi sem getur sett mark á heila kynslóð.
Hvernig ætlar Mosfellsbær að bregðast við þessum vanda?
Í fjárhagsáætlun er ekki að sjá að gert sé ráð fyrir að bregðast við þessu ástandi. Reyndar er fjölskyldusvið eina sviðið þar sem ekki var dregið saman en miðað við þau verkefni sem eru framundan er það ekki ásættanlegt. Það er ekki trúverðugt að horfa til ríkistjórnarinnar og ætla henni að leysa málin og bjarga fjölskyldum landsins, og sú leiða að skipa í nefnd án þess að henni fylgi fjármagn til aðgerða er ekki vænlegt til árangurs. Sveitafélagið ber ábyrgð á velferð íbúa þess og hefur framfærsluskyldu þegar þeir eru ekki færir um það sjálfir eða hafa ekki möguleika á því. Hvað gerir fjölskyldan þegar tekjur minnka! Það er komin tími til að forgangsraða
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.