Hressilegt rifrildi

Bestu vinir geta rifist heiftarlega um stjórnmál, jafnvel þannig að vinskapur þeirra bíði þess ekki bætur.  Sumir tala um að pólitískar deilur laði fram það versta í fólki.  Pólitískar skoðanir okkar spegla lífsskoðanir okkar reynslu og stöðu í lífinu. Oft er þær byggðar á persónulegri reynslu og tilfinningu frekar en rökum, enda  er það líka oft sem pólitískar umræður verða mjög ómálefnalegar þegar rökin þrjóta.

Fjölskilda mín hefur alltaf verið frekar pólitísk ef hægt er að orðað það þannig. Þegar móðir mín var á lífi, þá var það siður hjá okkur að hittast á sunnudagsmorgnum og borða saman morgunmat.  Bróðir minn áttu á tímabili kærustu sem kom alltaf með honum, einn sunnudaginn vildi hún ekki koma. Hún bar því við að við værum alltaf að rífast og henni finnist óþægilegt að hlusta á okkur.  Við komum alveg af fjöllum, rífast! við vorum bara að skiptast á skoðunum og til áherslu auka hækkuðum við aðeins röddina á köflum. Svona eru upplifanir okkar misjafnar, mér finnst fátt skemmtilegra en hressilegar umræður og tek það ekki nærri mér þó viðmælandinn er ekki sammála mér.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband