Jafnrétti er ekki einkamál kvenna

Í tilefni þess að nú standa yfir prófkjör  og  forvöl  á framboðslista fyrir næstu sveitarstjórnarkosningar vil ég hvetja fólk til að huga að hlutföllum kynjanna þegar það kýs sér fulltrúa á lista. Það er löngu úrelt afstaða að stilla konum og körlum upp sem andstæðingum. Það er tímabært að við virðum kosti hvors annars enda bendir reynsla og kannanir til þess að með samvinnu náum við bestum árangri.

 Félag kvenna í atvinnurekstri, Viðskiptaráð Íslands og Samtök atvinnulífsins undirrituðu samstarfssamning þann 15.maí 2009. Markmið hans er að hlutfall hvors kyns í forystusveit íslensks atvinnulífs verði sem næst 40% í árslok 2013.   Fulltrúar allra stjórnmálaafla sem eiga fulltrúa á Alþingi skrifuðu undir samninginn og lýstu þannig stuðningi við markmið hans.

Samningur þessi er í samræmi við lög Framsóknarflokksins og tel ég að framsóknarmenn hafi sýnt gott fordæmi með því að vera fyrstur stjórnmálaflokka á Íslandi til að setja þetta í lög flokksins.  Nú verðum við að sýna viljann í verki og gera okkar til þess að auka hlut kvenna í sveitastjórnum landsins sem er ekki vanþörf á. 

Það er hagur okkar allra að tryggja að sjónarmið sem flestra íslendina heyrast, það gerum við með því að tryggja konum og körlum, ungum og öldnum jafnan aðgang að starfi okkar.  Kynin fara oft ólíka leiðir að markmiðum sýnum, ungt fólk sjá oft nýja leiðir og aldrei megum við að vanmeta þá reynslu sem lífið veitir okkur og útiloka fólk vegna aldurs. 

Undirrituð er ný skipuð jafnréttisfulltrúi Framsóknarflokksins.  Jafnréttisfulltrúa Framsóknarflokksins er ætlað að vera flokksfélögum, kjördæmissamböndum, þingflokki, framkvæmdastjórn og öllum félagsmönnum til ráðgjafar og aðstoðar í jafnréttismálum. 

Vinnum saman að jafnrétti það er hagur okkar allra.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband