Færsluflokkur: Bloggar

Vindmyllur

Mér líður þessa dagana eins og Sancho Panza aðstoðamanni Don Quixote þegar hann fylgdist með herra sínum berjast við vindmyllurnar. Þetta er ekki góð tilfinning, mig langar helst að snúa mér við og fara, yfirgefa þetta hræðilega ástand.  Kannski gæti ég farið til Noregs eða Kanada. En svo verð ég reið, nei ég vill ekki fara ég er íslendingur og vill búa á Íslandi.  En mér virðist sem núverandi ríkisstjórn sé algjörlega vanmáttug gegn vandanum sem við okkur blasir, ráðherrar og stjórnarþingmenn virðist ekki skilja vandan.   Ég get ekki betur séð en að þeir gera ekkert annað en að takast á við afleiðingar gallaðrar fjármála- og peningastefnu, í staðinn fyrir að ráðast að rótinni sem er kerfið sjálft.    Gangur himintunglanna er óbreytanleg staðreynd sem við verðum að laga okkur að, en Íslenska fjármálakerfið flokkast ekki sem slíkt, þó að sumir virðast halda það.  Missum ekki sjónar á því að kerfið er búið til af okkur til að þjóna hagsmunum okkar, ekki öfugt.  Don Quixote trúði að vindmyllurnar væru  vandamálið, en það var einmitt það sem gerði hann hættulegan sjálfum sér og öðrum.


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband